Select Page

FRAMSÆKIÐ BORGARSKIPULAG MÓTAR BETRA SAMFÉLAG

Úrbana veitir faglega og framsýna skipulagsráðgjöf með sjálfbært borgarskipulag að leiðarsljósi.

Nútíma borgarþróun þarf að mynda þétta blandaða byggð með heimili fyrir allskonar fólk, góða nærþjónustu, vistvænar samgöngur, gönguvænt umhverfi og aðlaðandi almenningsrými.

Sjálfbært borgarskipulag er lykillinn að kolefnishlutlausu samfélagi og kallar á sterka sýn, áræðni og útsjónarsemi.

hrafnkell@urbana.is
+354 892 2698

UM ÚRBANA

AÐ MÓTA SJÁLFBÆRA FRAMTÍÐ

Hrafnkell Proppé er stofnandi Úrbana skipulagsráðgjafar en hann hefur áralanga reynslu af mótun borgarskipulags og þróun á sjálfbærum samgönguinnviðum.

Hrafnkell hefur tekið þátt í að móta nýja stefnu um höfuðborgarsvæðið og stýrði gerð svæðisskipulagsins Höfuðborgarsvæðið 2040. Þar voru framsýnar áherslur um mótun borgarskipulags lagðar fram þar sem sjálfbær framtíðarþróun var fléttuð saman við hágæða almenningssamgöngur.

Hryggjastykkið í þeirri vinnu er Borgarlínan og stýrði Hrafnkell undirbúningi þess verkefnis, m.a. með skipulagi á vinnustofu með hinum þekkta sérfræðingi Jarrett Walker og fyrstu hönnun og útfærslu á Borgarlínu með dönsku verkfræðistofunni Cowi.

Hrafnkell veitti verkefnastofu Borgarlínu forstöðu í tæp þrjú ár frá stofnun hennar og vann þar að gerð frumhönnunar fyrstu lotu verkefnisins.

Hrafnkell var sviðsstjóri stefnumörkunar og miðlunar hjá Skipulagsstofnun og tók þar þátt í að innleiða nýtt skipulag strandsvæða og gerð leiðbeininga um sjálfbært borgarskipulag. Í gegnum tíðina hefur Hrafnkell haldið fjölda fyrirlestra um borgarskipulag og samgöngur og komið að kennslu og leiðsögn hjá Háskóla Íslands, Háskólanum í Reykjavík og Landbúnaðarháskóla Íslands. Hrafnkell var á árunum 2017 – 2021 fulltrúi Íslands í norrænum sérfræðihópi um sjálfbæra borgarþróun sem skipaður er af norrænu ráðherranefndinni.

HELSTU SAMSTARFSAÐILAR ÚRBANA


Húsi Sjávarklasans

Grandagarður 16
101 Reykjavík

hrafnkell@urbana.is
+354 892 2698